Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Barnasáttmálinn

08.09.2017
Barnasáttmálinn

Flataskóli er einn af þremur réttindaskólum sem vinna með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.  Nemendur unnu með innihald sáttmálans síðustu viku. Mikilvægt er að allir þekki réttindi sáttmálans. Ýmis konar verkefni hafa litið dagsins ljós og aðalmarkmiðið með vinnunni er að kynna nemendum réttindi þeirra eigin og annarra í þjóðfélaginu. Nemendur í 6. bekk  áttu að finna 5 mikilvægustu greinarnar og henda svo út 5 greinum. Þeim var skipt í 5 hópa og fannst þeim erfiðara að henda út greinunum en að finna þær mikilvægustu. Það urðu skemmtilegar umræður meðal nemenda um þetta verkefni og sumir höfðu mjög sterkar skoðanir á þessu (myndir). Nemendur í 2. bekk unnu með þemaverkefnið "Fjölskyldan - allir eru einstakir - réttindi/forréttindi" og má sjá myndir í myndasafni skólans frá vinnubrögðum þeirra. Markmiðið með verkefninu var að nemendur skilji muninn á réttindum og forréttindum, að allir eigi rétt á nafni og átti sig á að allir séu einstakir og tilheyri fjölskyldu sem eru mismunandi saman settar. Nemendur í fjórða bekk fóru út í hreyfileik tengdan Barnasáttmálanum, þeir unnu einnig verkefni sem meðal annars má tengja við 1., 2., 7., og 31. grein sáttmálans (myndir). 

      

 

Til baka
English
Hafðu samband