Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Haustferðin - Guðmundarlundur Kópavogi

01.09.2017
Haustferðin - Guðmundarlundur Kópavogi

Starfsfólk og nemendur fóru í morgun í sína árlegu haustferð í Guðmundarlund í Kópavogi. Tæplega 540 börn og um 70 starfsmenn fóru með rútum í tveimur hópum upp í lundinn. Þar var byrjað á því að fá sér nesti í þessu fallega umhverfi og síðan var farið í skipulega leiki, en kennararnir höfðu sett upp stöðvar með mismunandi leikjum þar sem nemendur skiptust á að fara á milli. Grillaðar voru pylsur handa hópnum og nemendur fengu að skoða sig um í skóginum sem þeim þótti afar skemmtilegt. Þar rákust þau á kanínur og stórar hunangsflugur sem voru svo gæfar (eða slappar) að þær sátu á höndunum á krökkunum svo það gafst gott tækifæri til að skoða þær í nálægð. Það var hress og ánægður hópur sem hélt heim að lokinni vel heppnaðri ferð í afar góðu veðri til að takast á við síðari hluta dagsins áður en haldið var inn í helgina. Myndir frá ferðinni eru komnar í myndasafn skólans. Hér fyrir neðan er myndband er tekið var upp í ferðinni og sýnir meira en orð hve andrúmsloftið var afslappað og notalegt.

Til baka
English
Hafðu samband