4. bekkur á jarðhitasýningu í Hellisheiðarvirkjun
31.05.2017
Nemendur í 4. bekk heimsóttu jarðhitasýninguna á Hellisheiði í morgun. Þeir fylgdust áhugasamir með kynningunni sem þeir fengu frá starfsmanni virkjunarinnar. „Jarðhitasýning ON í Hellisheiðarvirkjun veitir innsýn í virkjun og nýtingu jarðvarma á Íslandi. Á sýningunni er jarðfræði, tækni og saga sett fram á aðgengilegan og skýran hátt með myndum og margmiðlunartækni. Starfsmenn veita upplýsingar og eru reiðubúnir að fylgja gestum um sýninguna. Orka náttúrunnar á og rekur Hellisheiðarvirkjun.“ Myndir frá heimsókninni eru komnar í myndasafn skólans.