Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

LIONS vímuvarnarhlaup nemenda í 5. bekk

11.05.2017
LIONS vímuvarnarhlaup nemenda í 5. bekk

Félagar í LIONS-klúbbi Garðabæjar komu í heimsókn til nemenda í 5. bekk í morgun og höfðu með sér unga íþróttakonu sem spjallaði við nemendur. Þetta var hún Stefanía Theodórsdóttir handboltakona og sagði hún þeim m.a. frá því hvernig hún ánetjaðist handboltanum þegar hún var yngri en hún er að spila núna með meistaraflokki kvenna í handbolta. Eftir spjallið fóru allir nemendur í skólanum út á stóra völlinn fyrir utan skólann til að hvetja hlaupara, en nemendur í 5. bekk voru búnir að raða sér upp í nokkra jafnstóra hópa til að keppa innbyrðis. Áhorfendur hvöttu hlauparana óspart og einn hópurinn var auðvitað hlutskarpastur og hlutu þátttakendur hans verðlaunapeninga og bikar sem fær að vera með þeim í skólastofunni þar til næsta hlaup fer fram að ári liðnu. Myndir frá hlaupinu eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband