Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vísindamaður heimsækir nemendur í 1. bekk

05.05.2017
Vísindamaður heimsækir nemendur í 1. bekk

Nemendur í fyrsta bekk fengu skemmtilega heimsókn í dag frá Náttúrufræðistofnun Íslands, en hún Ester Rut Unnsteinsdóttir sérfræðingur í refum kom og sagði nemendum ýmislegt fróðlegt um rebba. Hún sýndi þeim myndir af refum og grenjum og kom með hauskúpu af eins árs gömlum ref og vakti sérstaka athygli nemenda á vígtönnunum og sagði þeim hvernig þær væru notaðar m.a. til að reikna út aldur refsins og hvernig þær eru notaðar til halda bráðinni fastri svo foreldrarnir geti flutt hana í kjaftinum til yrðlinganna. Ýmislegt fleira fróðlegt sagði hún þeim og var aðdáunarvert að sjá hve vel þeir fylgdust með og hve spurningarnar sem hún fékk voru skemmtilegar. Myndir frá heimsókninni eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband