Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Morgunsamvera 4. bekkinga

26.04.2017
Morgunsamvera 4. bekkinga

Morgunsamveran var í höndum nemenda í 4. bekk í dag. Þar var fjör og gaman og varð reyndar að skera dagskrána niður vegna fjölda atriða sem í boði voru en þrátt fyrir það fór hún fram úr þeim hefðbundna tíma sem henni var ætlaður. Meðal atriða voru þessi: Baldur spilaði á gítar, myndband um "Eyðilagða lífið" eftir þá Aron, Baldur, Frosta og Alexander var sýnt. Fjórar stúlkur Snæfríður, Kristín, Steinunn og Elísa sungu lagið "Ég syng". Svo var vinsæli leikurinn "Minute to win it" sem gerði lukku þar sem nemendur úr salnum fengu að taka þátt í honum. Svo stóðu Hrafnhildur og Þóra fyrir dansi sem reyndar allir í salnum fengu einnig að taka þátt í, en það var dans undir laginu "Watch me" með SilentoVEVO. Fór þetta allt vel fram og búið er að setja nokkrar myndir í myndasafn skólans frá samverunni.

Til baka
English
Hafðu samband