Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hjól, hjólabraut og umferðaröryggi

30.03.2017
Hjól, hjólabraut og umferðaröryggi

Nú er lag að fara að ganga eða hjóla í skólann í góða veðrinu. Við hvetjum ykkur foreldrar, til að nýta góða veðrið og ganga eða hjóla í skólann með börnunum ykkar svo minnka megi bílaörtröðina á morgnana á skólalóðinni. Að vera börnum sínum góð fyrirmynd í umferðinni er öflugasta fræðslan ásamt því að kenna þeim um lög og reglur sem eru í gildi.  Því er við hæfi að rifja upp nokkur atriði varðandi umferðaröryggi. Umferðarfræðsla í grunnskólum ber mestan árangur þar sem  gott samstarf næst við heimili nemenda. Yfirfara þarf öryggisbúnað hjólanna og reiðhjólahjálma. Á þessari síðu er hægt að skoða fræðslumyndbönd um hjólreiðar og í bæklingnum Reiðhjól og hjálmar er hægt að lesa um það sem hafa ber í huga varðandi hjólreiðahjálma.

Á náms- og fræðsluvefnum www.umferd.is er efni ætlað foreldrum/forráðamönnum. Hugmyndin er að leita eftir samstarfi við foreldra um leiðir sem þeir telja að komi sér vel í umferðarfræðslunni. Við þiggjum með þökkum allar hugmyndir og ábendingar frá ykkur varðandi umferðaröryggi. Hægt er að senda þær á netfangið hildur.karen.adalsteinsdottir@grundaskoli.is eða hafa samband við Hildi Karen í síma 8675602.

Ennfremur er vakin athygli á að:

  • samkvæmt 40. gr. umferðarlaga mega börn yngri en 7 ára ekki vera hjólandi í umferðinni nema í fylgd með 15 ára og eldri. 
  • eigi má reiða farþega á reiðhjóli eða rafvespu. Þó má vanur reiðhjólamaður sem náð hefur 15 ára aldri reiða barn yngra en 7 ára en ber þó að nota viðeigandi öryggissæti og búnað.
  • best er að nota hjálm, það er eina vitið. Börnum yngri en 15 ára er skylt að nota reiðhjólahjálma og viðeigandi hlífðarbúnað þegar þau ferðast um á reiðhjólum, rafvespum, hjólabrettum og línuskautum.

Fyrir nokkrum dögum var sett upp hjóla/brettabraut á svæðið milli Flataskóla og Garðaskóla. Mikil hrifning greip um sig meðal nemenda og þeir hópast að brautinni til að leika sér. Settar hafa verið upp reglur (sjá nánar hér fyrir neðan) sem gilda í frímínútum þar sem ákveðnir árgangar eiga að hafa forgang vissa daga. Einnig eru reglur um að þeir sem eru í brautinni séu með hjálma og það má ekki að hlaupa á henni.

Hjólabraut

Fyrir hjól, hjólabretti, hlaupahjól og línuskauta

Ekki ganga eða hlaupa á brautinni

Nota hjálma

Þessir eiga forgang í frímínútum

Mánudagur

Þriðjudagur

Miðvikudagur

Fimmtudagur

Föstudagur

 

1. og 3. bekkur

 

2. og 4. bekkur

 

5. bekkur

 

6. bekkur

 

7. bekkur

 

Geyma hjól og hlaupahjól úti í hjólagrindum

Hjólabretti við snaga

Línuskautar í poka á snaga

Til baka
English
Hafðu samband