Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Undirbúningur Flatóvision

15.03.2017
Undirbúningur Flatóvision

Undirbúningur fyrir Flatóvision-hátíðina hefur staðið yfir síðustu daga hjá nemendum sem ætla að koma fram, syngja, dansa og aðstoða við keppnina á einhvern hátt. Sjö atriði verða á dagskrá auk tveggja skemmtiatriða og eru þau hvert öðru betri, það verður erfitt fyrir dómarana að finna það atriði sem sent verður í Schoolovision-keppnina þetta árið. Söngvarinn Jógvan hefur aðstoðað krakkana síðustu tvo daga við að koma fram og syngja og fannst krökkunum það ekki leiðinlegt og fóru vel eftir fyrirmælum hans. Nú eru atriðin orðin mjög fáguð og flott og það verður gaman fyrir hópinn að takast á við þetta á morgun þegar keppnin fer fram um hádegið. Myndir frá æfingunum undanfarna daga er að finna í myndasafni skólans. Einnig er myndband hér fyrir neðan sem sýnir hvernig sviðið er skreytt af nemendum í 7. bekk undir stjórn Lindu myndmenntakennara.

 
   

 

 

Til baka
English
Hafðu samband