Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur stærðfræðinnar 3. febrúar

10.02.2017
Dagur stærðfræðinnar 3. febrúar

Dagur stærðfræðinnar var 3. febrúar s.l. og þá var brotið upp hefðbundið skólastarf í ýmsum bekkjum og nemendur unnu margs konar verkefni tengd stærðfræði. Í öðrum bekk voru settar upp 12 stöðvar og fóru nemendur á milli stöðva og leysu verkefni sem voru fjölbreytt eins og dómínó, bingó, mælingar, spil, hlaup, talning og fleira. Eftir hádegið komu nemendur í 4. bekk í heimsókn til nemenda í 2. bekk og spiluðu þeir saman á alls kyns spil. Nemendur í 5. bekk voru einnig með eins konar stærðfræði spilahringekju. Nemendum úr öllum bekkjunum var skipt í 4 manna hópa sem spiluðu 15 mínútur á hverri stöð en þær voru fjórar. Stærðfræði-kahoot var hjá nemendum í sjötta bekk en þeir voru einnig að vinna við að líkanagerð af skólanum. Myndir eru komnar í myndasafn skólans.

 

Til baka
English
Hafðu samband