Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttaskot frá 4 og 5 ára bekk

23.01.2017
Fréttaskot frá 4 og 5 ára bekk

Nýir starfsmenn Dagný og Arnar hófu störf í 4 og 5 ára bekk s.l. mánudag. Svo var sérstakur vasaljósadagur haldinn þar sem nemendur komu með vasaljós í skólann og fannst þeim gaman að leika sér með þau og það voru gerðar ýmsar tilraunir með ljósgeislana sem er alveg kjörið að gera núna í skammdeginu. Nemendur leituðu að stöfunum sem kennararnir höfðu dreift um alla stofuna og þeir skrifuðu þá sem þeir fundu á blöðin sín. Síðan voru fastir liðir eins og vanalega að börnin í Mánahóp fóru í heimilisfræði og bökuðu pizzusnúða. Svo var það stafurinn F sem var skoðaður í bak og fyrir, F-hljóðin skoðuð og fundin orð sem hæfðu honum o.s.frv. Stjörnuhópurinn fékk að venju sögu úr bókinni Lubbi sem finnur málbein og að þessu sinni fjallaði sagan um y/i. Stjörnuhópurinn bjó til vina- og kærleikstré í vináttuverkefninu og í K-PALS verkefninu var haldið áfram með orðið "og" sem börnin æfðu sig að lesa sjónrænt. Auðvitað var tónmenntin og íþróttirnar á sínum stað að venju. Myndir frá skólastarfinu í vikunni eru komnar í myndasafnið.

 

Til baka
English
Hafðu samband