Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Snjókast og réttindi barna

18.11.2016
Snjókast og réttindi barna

Nú er vetur genginn í garð og fyrsti snjórinn fallinn. Nemendur verða ætíð mjög glaðir þegar snjórinn kemur og bíða spenntir eftir því að komast út að leika sér. Í ljósi atburða síðustu daga höfum við ákveðið að banna snjókast á skólalóðinni á skólatíma en borið hefur á því að nemendur þora ekki að fara út vegna snjókasts annarra nemenda. Búið er að ræða við nemendur um þetta mál og vonandi taka þeir tillit til þess og fara eftir fyrirmælum stjórnenda um bannið. Í morgun var einmitt farið í barnasáttmála UNICEF með öllum nemendum skólans þar sem rætt var um réttindi barna og nú er einmitt tækifærið að ræða þetta í sambandi við snjókastið. Þ.e.a.s. nemandi á rétt á að vera úti í frímínútum án þess að fá í sig snjóbolta ef hann vill það ekki. 

Flataskóli er einn þriggja réttindaskóla þar sem unnið er með Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna ásamt Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í Reykjavík. Þar ætlum við að flétta greinar sáttmálans inn í allt skólastarf hjá okkur og vekja athygli nemenda/foreldra/kennara á þessu verkefni.

 Veggspjald barnasáttmálans (eldri)

Veggspjald barnasáttmálans (yngri)

 
Til baka
English
Hafðu samband