Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fræðsla um netheima

10.11.2016
Fræðsla um netheima

Nemendur í 6. og 7. bekk fengu fræðslu um Netið í gær þar sem Eyjólfur Jónsson sálfræðingur sagði þeim frá ýmsu sem tengist Netinu og hvernig það virkaði og hvað bæri að varast. Var þetta áhugavert erindi og voru nemendur duglegir að spyrja hann um margt sem þeir annað hvort skildu ekki að vildu fá að vita meira um. Það er mjög brýnt að fræða nemendur um þessi mál eins og komið hefur fram í fjölmiðlum síðustu daga, að mikið af óæskilegu efni er á ferðinni sem ekki er ætlað ungu fólki eins og okkar og við þurfum að vera á verði í þessum málum.

Til baka
English
Hafðu samband