Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur í 2. og 3. bekk vinna verkefni um hafið

21.10.2016
Nemendur í 2. og 3. bekk vinna verkefni um hafið

Nemendur í öðrum og þriðja bekk unnu saman verkefni í tengslum við kennslubókina ,,Komdu og skoðaðu hafið“. Allir nemendur fóru á milli sjö mismunandi vinnustöðva í aldursblönduðum hópum og unnu margvísleg verkefni tengd hafinu. Nú hanga fiskar í loftinu á ganginum fyrir utan stofurnar hjá 3. bekk og inni í stofunum í 2. bekk. Furðufiskar skreyta gluggana á bókasafnsganginum. Nemendur í öðrum bekk bjuggu til fiskabrot "origami" sem skreyta gluggana í stofunum þeirra, einnig bjuggu þeir til báta úr pappírsbrotum. Fjaran var heimsótt í frábæru veðri fyrir nokkru og má sjá myndir í myndasafni 2. og 3. bekkja frá verkefninu.

Til baka
English
Hafðu samband