Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vinaliðar hefjast handa

03.10.2016
Vinaliðar hefjast handa

Vinaliðar tóku til starfa í morgun úti á skólalóðinni í hádegisfrímínútunum. Við vorum svo heppin að það var stund milli stríða og engin skúr þá stundina. Það var líf og fjör á skólavellinum og var ekki annað að sjá en að nemendur tækju fullan þátt í leikjunum sem boðið var upp á að þessu sinni. En myndirnar tala sínu máli og hægt er að skoða þær í myndasafni skólans.

Vinaliðar taka áhöldin með út á völl og fara í einkennisbúninginn

Til baka
English
Hafðu samband