Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vinaleikjanámskeið

27.09.2016
Vinaleikjanámskeið

Sextíu nemendur í 4. til 7. bekk fóru út í íþróttasal og fengu leiðsögn í leikjum í morgun hjá kennurum úr Árskóla og Flataskóla. Þetta er liður í Vinaliðaverkefni sem skólinn er að innleiða í vetur.  Vinaliðaverkefnið er norskt að uppruna og hefur á fáum árum náð mikilli útbreiðslu og er nú starfrækt í yfir 1000 skólum í Noregi. Garðabæjarskólanir eru alir að innleiða þetta hjá sér. Vinaliðaverkefnið gengur út á að hvetja nemendur til meiri þátttöku í afþreyingu í frímínútunum og skapa betri skólaanda. Við byrjum með 4. -7. bekk og bætum yngri deildunum við síðar. Aðalmarkmiðið með þessu verkefni er að bjóða öllum nemendum skólans fjölbreyttara úrval afþreyingar í frímínútum, þannig að bæði yngri og eldri nemendur skólans finni eitthvað við sitt hæfi. Markmið okkar er að öllum nemendum skólans líði vel og hlakki til að koma í skólann. 

Nemendur í 4. til 7. bekk velja einstaklinga úr bekkjunum sem fá hlutverk Vinaliða en þeir hafa svo umsjón með að koma leikjum og afþreyingu í gang í frímínútum og taka til eftir leikina. Vinaliðinn vinnur að verkefninu í löngu frímínútum skólans, tvo daga í viku, mánudag og miðvikudag eða þriðjudag og fimmtudag. Vinaliðinn mætir einnig á fundi þar sem starfið í frímínútum er skipulagt og vangaveltur sem því tengjast eru ræddar. Það er ekkert sem segir að Vinaliði geti ekki verið valinn aftur, hópurinn tilnefnir þá nemendur sem honum finnst passa í starfið hverju sinni.
Við val á Vinaliðum eru nemendur skólans sérstaklega beðnir um að tilnefna einstaklinga sem þeim finnst vera vingjarnlegir og sýni öðrum nemendum virðingu. Ef vafi leikur á heilindum nemandans, getur umsjónarkennari frestað starfi hans sem Vinaliða til næsta tímabils. Myndir frá námskeiðinu er að finna í myndasafni skólans. 

Til baka
English
Hafðu samband