Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Guðmundarlundur

01.09.2016
Guðmundarlundur

Það var líf og fjör í Guðmundarlundi í gærmorgun þegar allir nemendur og starfsfólk skólans heimsótti lundinn og dvaldi þar fram yfir hádegi í góða veðrinu og undi sér við leiki og spjall. Hunangsflugurnar voru sérlega áhugaverðar en þær voru hálf dasaðar vegna kuldans og það var auðvelt að ná þeim. Vinabekkir léku sér saman og gættu hver annars og var sérlega gaman að sjá nemendur í 7. bekk hjálpa 4 og 5 ára krökkunum og fór vel á með þeim. Það voru svo grillaðar pylsur í hádeginu og var ekki annað að sjá en að allir væru ánægðir með þetta fyrsta uppbrot á skólastarfinu svona í upphafi skólaárs. Myndir frá ferðinni eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband