Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólasetning og fyrsti skóladagurinn

24.08.2016
Skólasetning og fyrsti skóladagurinn

Skólasetning var í gær og mættu rúmlega 500 nemendur í hátíðarsal skólans flestir með foreldrum/forráðamönnum sínum í fjórum hópum á klukkustundarfresti til að hitta kennara sína og fá stundaskrána. Ánægjulegt var að sjá hve nemendur höfðu stækkað og litu hraustlega út eftir sólríkt sumar. Nemendur í fyrsta bekk komu svo í viðtal til kennara sinna í gær og mættu í skólann í morgun og tóku þátt í morgunsamveru með öllum nemendum skólans nema leikskólabekknum sem eru að búa sig undir skólavistina þessa dagana. Í morgunsamverunni voru kynntar helstu reglur og siðir sem þar eru hafðir í heiðri og tókst það vel og er það ekki alltaf sem rúmlega 500 barna hópur er með athyglina svo óskerta eins og gerðist í morgun þegar skólastjórinn spjallaði við þau. Hægt er að skoða myndir frá skólasetningunni og morgunsamverunni í myndasafni á vef skólans.

Til baka
English
Hafðu samband