Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

2. sætið í Schoolovision 2016

13.05.2016
2. sætið í Schoolovision 2016

Kosning í Schoolovision eTwinningverkefninu fór fram í hátíðarsalnum í morgun og var spennandi að fylgjast með stigagjöfinni. Útsendingin var í beinni og kom hvert land inn og gaf sín stig. Fjörutíu og eitt land var í verkefninu en aðeins 25 lönd komust að í beinu útsendingunni og sáu nemendur í Þýskalandi um að upplýsa stigin frá öðrum löndum sem ekki voru viðstödd. Við hlutum mörgum sinnum 12 stig og höfnuðum að lokum í 2. sæti með 202 stig. Ukraína  vann með 242 stig. Nemendur sem sögðu frá stigagjöfinni fyrir okkar hönd fengu hrós fyrir enskukunnáttu sína frá Steffen stjórnanda í Þýskalandi enda áttu þeir það alveg skilið, þeir voru flottir. Myndir frá athöfninni eru komnar í myndasafn skólans. Hér er hægt að skoða veffundinn frá í morgun

Til baka
English
Hafðu samband