Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsókn til nemenda í 2. bekk

04.04.2016
Heimsókn til nemenda í 2. bekk

Nemendur í 2. bekk fengu að sjá brúðusýninguna "Krakkarnir í hverfinu" sem Hallveig Thorlacius og fylgdarlið hennar komu með á bókasafnið í dag. Fræðslusýningunni er ætlað að auðvelda börnum að segja frá kynferðislegu, andlegu eða líkamlegu ofbeldi ef þau verða fyrir því. Boðskapur sýningarinnar er: "Þú færð hjálp ef þú segir frá". Þetta er samstarfsverkefni innanríkisráðuneytisins, mennta og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis, sem unnið var á árunum 2012-2015. Hlutverk vitunarvakningarinnar er að kortleggja, samhæfa og stuðla að umfangsmiklu forvarnarstarfi í málaflokknum í samstarfi við viðkomandi aðila, huga að rannsóknum varðandi ofbeldi gegn börnum og stuðla að aukinni samfélagsvitun um málaflokkinn. Fræðslan og forvarnirnar beinast fyrst og fremst að börnum, fólki sem vinnur með börnum, réttavörslukerfinu sem og almenningi. Hægt er að lesa frekar um verkefnið á þessari vefslóð

Til baka
English
Hafðu samband