Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

100 miðaleikur hófst í dag

04.04.2016
100 miðaleikur hófst í dag

Í dag hófst 100 miðaleikurinn og mun hann eins og venjulega standa yfir í tvær vikur eða fram til föstudagsins 15. apríl. Leikurinn gengur út á að á hverjum degi fá tveir starfsmenn fimm hrósmiða hvor og eiga þeir að veita nemendum þá fyrir að fara sérstaklega vel eftir siðum Flataskóla. Þegar nemandi hefur fengið hrósmiða fer hann til Jónu ritara með hann og dregur hjá henni númer til að staðsetja sig á sérstöku spjaldi sem hangir á vegg við skrifstofuna. Tölvupóstur er sendur til foreldra og þeim tilkynnt að barnið þeirra hafi fengið hrósmiða fyrir góða hegðun og sé þar með orðið þátttakandi í leiknum. Áður en leikurinn byrjar er ákveðið hvaða röð er vinningsröð og einnig hvaða umbun verður fyrir þá röð. Algjör leynd hvílir yfir því hvaða röð hefur verið valin og verða úrslit tilkynnt í morgunsamveru mánudaginn 18. apríl og verðlaun af einhverju tagi veitt í framhaldi af því.

Til baka
English
Hafðu samband