Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Spiladagur - sólarveisla 3. bekkur

17.03.2016
Spiladagur - sólarveisla 3. bekkur

Þriðji bekkur fékk að halda sólarveislu í dag en nemendur voru búbúnir að safna sér nægilega mörgum sólum til að fá að velja eitthvað skemmtilegt til að gera í lok dags. SMT skólafærni er notuð í skólanum þar sem starfsfólk skólans leitast við að veita skýr fyrirmæli og fylgja þeim eftir, taka eftir jákvæðri hegðun en leiða aðra hjá sér að svo miklu leyti sem það er hægt. Síðan eru sólir eru veittar fyrir m.a. góða hegðun, hjálpsemi, kurteisi og framkomu og fylgja siðum skólans. Nemendur völdu að þessu sinni að koma með spil í skólann og að fá að spila saman við hverja aðra. Myndir frá veislunni er að finna í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband