Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flatóvisionæfingar

09.03.2016
Flatóvisionæfingar

Nú standa yfir æfingar fyrir Flatóvisionhátíðina sem verður haldin næsta föstudag klukkan 13:00 í hátíðarsal skólans. Sjö atriði verða á dagskrá frá nemendum í 4. til 7. bekk. Þetta er í áttunda sinn sem þessi hátíð er haldin og er hún undankeppni fyrir Schoolovision sem er eTwinningverkefni sem skólinn hefur tekið þátt í s.l. átta ár. Sigurlagið verður svo sent í keppnina sem svipar til Evrovision keppninnar. Búið verður til myndband um lagið og það sett á sérstakan vef þar sem nemendur skoða og gefa umsagnir og stig sem síðan eru talin saman og upplýst verður á veffundi í hátíðarsalnum 13. maí hver verður sigursælastur. Jógvan söngvari var fenginn til að aðstoða nemendur í dag og á morgun, en síðan verður aðalæfing strax á föstudagsmorgun. Myndir eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband