Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stjörnuverið í heimsókn

02.02.2016
Stjörnuverið í heimsókn

Stjörnuverið var sett upp í hátíðarsal skólans í morgun og þangað heimsóttu allir nemendur í 3. og  6. bekkjum. Sævar sagði nemendum frá stjörnum himinsins, sólinni og vetrarbrautinni og ævintýrum tengdum þeim. Nemendur lágu á púðum á gólfinu og horfðu upp í loftið á stjörnuverinu þar sem myndum af himingeimnum var varpað upp um leið og sögurnar voru sagðar. Sævar er snillingur í að segja frá þessu hugðarefni sínu á skemmtilega hátt og fengu nemendur þarna 1. flokks fræðslu um efnið. Undanfarið hafa þeir verið að afla sér upplýsinga um reikistjörnurar og útbúa alls kyns fræðsluefni sem hangir á veggjum hjá stofunum. Myndir frá heimsókninni eru komnar á myndavef skólans.

Til baka
English
Hafðu samband