Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólaskemmtanir 2015

18.12.2015

Dagurinn í dag var tileinkaður jólaskemmtunum. Vegna fjölda nemenda var þeim skipt á þrjár skemmtanir sem stóðu í einn og hálfan tíma hver. Fimmti bekkur sá um helgileikinn og margir árgangar fluttu skemmtiatriði. Öll atriðin tengdust jólunum á einhvern hátt og var sungið, leikið og gengið kringum jólatréð samkvæmt venju. Þetta er síðasti skóladagur fyrir jól. Myndir eru komnar í myndasafn skólans.

Starfsfólk skólans óskar ykkur gleðilegra jóla og þakkar samstarfið á árinu.

Starfsfólk mætir til vinnu á nýju ári mánudaginn 4. janúar og nemendur mæta samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 5. janúar.

 

Til baka
English
Hafðu samband