Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Mystery Skype hjá 6. bekk

15.12.2015
Mystery Skype hjá 6. bekk

Sjöttu bekkingar kepptu við nemendur í Birmingham í Englandi í morgun í Mystery Skype. Keppnin stóð á milli hvor hópurinn yrði fljótari að finna hvar hinir væru staðsettir í heiminum. Okkar hópur vann og fann Birmingham á 25 mínútum en hinir komu í kjölfarið í næstu spurningu. Nemendurnir frá Brimingham voru 9 og 10 ára og stóðu sig mjög vel. Fljótlega spurðist út hjá okkur að þetta væru örugglega Englendingar vegna hreimsins á tungumálinu sem hljálpaði okkar nemendum greinilega. Var ekki annað að sjá en að krakkarnir hefðu bæði gagn og gaman af þessu þarna var töluð enska, landafræðin skoðuð í bak og fyrir og samskiptin í hópnum þurftu að vera góð og nota þurfti upplýsingarnar sem bárust jafnóðum til að þrengja leitina á hinum hópnum. Myndir frá atburðinum eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband