Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jól í tösku

30.11.2015
Jól í tösku

Nemendur í 1. bekk og 4 og 5 ára nemendur fengu heimsókn í morgun í tilefni jólanna. Þórdís Arnljótssdóttir leikkona kom með þjóðleg jól í tösku sem hún sýndi nemendum. Hún breytti sér í Grýlu og íslenska jólasveina fyrir framan nemendur og var frekar ófrýnileg með grýlunefið og gæruna á bakinu. Hún söng og trallaði með nemendum og sagði þeim sögur af þeim skötuhjúum Grýlu og jólasveinunum hennar. Nemendur áttu óskipta athygli hennar á meðan á heimsókninni stóð og tóku þátt í öllu sem hún lagði fyrir þá. Myndir frá heimsókninni eru komnar í myndasafn skólans.

 

Til baka
English
Hafðu samband