Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gunnar rithöfundur í heimsókn

27.11.2015
Gunnar rithöfundur í heimsókn

Nemendur í 4., 5. og 6. bekk fengu góða heimsókn í morgun eftir samveruna í hátíðarsalnum. Gunnar Helgason rithöfundur og leikari kom og las úr nýjustu bók sinni "Mamma klikk" og fékk góðar undirtektir frá nemendum sem vildu heyra meira og meira, en Gunnar hætti auðvitað að lesa á mest spennandi augnablikum til að auka líkur á því að nemendur næðu sér í bókina og læsu hana. Gunnar náði vel til nemenda enda leikari af guðs náð og fengu þeir að spyrja hann spjörunum úr að loknum lestrinum sem hann auðfúslega svaraði og hafði greinilega gaman af, því spurningarnar voru fjölbreyttar og skemmtilegar. Myndir frá heimsókninni eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband