Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Morgunsamvera í nóvember

26.11.2015
Morgunsamvera í nóvember

Nemendur í fimmta og sjötta bekk sáu um miðvikudagssamveruna s.l. tvo miðvikudaga. Margt skemmtilegt var á dagskrá hjá báðum bekkjunum. Sjötti bekkur var með Snorraþema, nemendur sögðu frá Snorra í máli og myndum og í lokin röppuðu þeir ljóðabálkinn "Það sagði mín móðir" og gerðu það með stæl. Fimmti bekkur flutti tónlist og söng ásamt skemmtilegu klappi sem sótt var til Afríku. Myndir eru í myndasafni árganganna og hér fyrir neðan eru tvö myndbönd sem sýna aðeins hvað var á döfinni hjá nemendum þessa daga. 

Myndir frá 5. bekk

Myndir frá 6. bekk

Fimmti bekkur sýnir klapp frá Afríku í morgunsamveru á myndbandinu hér fyrir neðan.

     

Til baka
English
Hafðu samband