Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Útiíþróttir hjá nemendum í 7. bekk

20.11.2015
Útiíþróttir hjá nemendum í 7. bekk

Einu sinni í viku fara nemendur í 7. bekk í út í íþróttatímum. Þá er farið í ýmis konar leiki og umhverfið er notað til að æfa hreysti og þol. Um daginn var farið í göngutúr sem kallaður var „gæsagangan“ því ákveðið var að „grípa gæsina“ og gera ýmsar æfingar á leiðinni og eitt og annað notað eftir því sem á vegi varð. Til dæmis voru gerðar hnébeygjur, laufblöðum hent upp í loftið þegar gengið var fram hjá laufblaðahrúgu, jafnvægið æft á handriðum og farið í höfrungahlaup. Myndir úr göngunni eru komnar í myndasafn skólans. 

Til baka
English
Hafðu samband