Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Slökkviliðið heimsækir nemendur í 3. bekk

20.11.2015
Slökkviliðið heimsækir nemendur í 3. bekk

Nemendur í þriðja bekk fengu óvænta og skemmtilega gesti í morgun eftir útveru, en sjúkrabíll og slökkviliðsbíll birtust á hlaðinu ásamt fjórum stæltum slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum. Nemendur fengu að skoða bílana að innan og utan og þeim var sýnt hvernig ýmis tól og tæki eru notuð eins og t.d. sjúkrabörurnar. Þeim er hægt að breyta á ýmsa vegu eftir því hverjir sjúklingarnir eru.  Eftir vandlega skoðun á bílunum utan dyra fengu nemendur fræðslu inni í skólastofu um brunavarnir og hvernig ætti að haga sér ef kviknaði í einhvers staðar þar sem þeir væru staddir. Það er alltaf gott að fá fræðslu um svona mikilvæga hluti frá fagmönnum. Hafi þeir þökk fyrir að koma í heimsókn. Myndir eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband