Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur íslenskrar tungu

17.11.2015
Dagur íslenskrar tungu

Á degi íslenskrar tungu 16. nóvember hefur verið hefð í skólanum að leggja áherslu á íslenska tungu og ýmis verkefni tengd henni. Að þessu sinni unnu nemendur með orð sem tengjast íslensku veðurfari. Unnin voru verkefni sem hengd voru upp á ganginum við bókasafnið og hægt er að skoða þau þar núna. Allmörg verkefni eru komin á veggina og eru þau fjölbreytt og skemmtileg og gaman að sjá mismunandi útfærsluna. Á padletsíðunni um verkefnið er hægt að sjá afrakstur verkefnisins birtast eftir því sem verkefnin klárast. Í morgunsamverunni voru sungin íslensk lög í tilefni dagsins og hans minnst á viðeigandi hátt, þar sem fjallað var um mikilvægi íslenskrar tungu og varðveislu hennar.

Hér er verkefni þriðju bekkja þar sem droparnir hanga niður úr regnhlífinni og á þá eru rituð ýmis orð er tengjast regni.

Til baka
English
Hafðu samband