Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Forritunarvika

21.10.2015
Forritunarvika

Um 160 nemendur í 2. til 5. bekk tóku þátt í verkefninu "The Hour of Code" sem var í síðstu viku (12. til 18. október). Þar var lögð áhersla á að allir nemendur fengju kynningu á hvað væri forritun og prófa að forrita í eina kennslustund. Áður en þeir prófuðu sjálfir fengu þeir að sjá myndband um forritaðan þjón á veitingahúsi og annað um forritið "Scratchjr" sem er frítt smáforrit sem hægt er að hlaða niður á spjaldtölvur. Var ekki annað að sjá en að mikill áhugi væri á þessu verkefni og það væri gaman að halda áfram með það á einhvern hátt. Nemendur í 4. bekk eru í vetur að vinna með forritið "Scratch" sem er heldur flóknara en það sem er í spjaldtölvunum. Myndir úr tímunum eru komnar í myndasafn skólans. Hér fyrir neðan er smásýnishorn af nemendum við vinnu í tímunum þar sem þeir voru að forrita.

 

Til baka
English
Hafðu samband