Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Verkefnið um Vífilsstaðavatn

08.10.2015
Verkefnið um Vífilsstaðavatn

Nemendur í 7. bekk hafa unnið náttúrufræðiverkefni þar sem Vífilsstaðavatn leikur stórt hlutverk. Nemendur lærðu um sjálft vatnið, vatnasvæði og lífríki þess. Þeir unnu í vinnubækur um gróðurinn, fiskana, smádýrin, fuglana og fleira.  Nemendur hafa tvisvar farið með kennurum sínum hjólandi upp að Vífilsstaðavatni og skoðað umhverfið og unnið ýmis verkefni og skemmt sér vel. Í fyrra skiptið var tilgangurinn að kynnast svæðinu sjálfu, gengið var í kringum vatnið og sumir gengu upp að Gunnhildi. Í seinna skiptið hittu nemendur Bjarna fiskilíffræðing sem hjálpaði þeim að veiða og sagði þeim margt merkilegt um lífið í vatninu. Þegar heim var komið krufu nemendur fiskana og skoðuðu þá vel og vandlega. Myndir úr ferðunum er að finna í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband