Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hlaup í 1. bekk

05.10.2015
Hlaup í 1. bekk

Flataskóli er heilsueflandi skóla sem hefur það að leiðarljósi að efla getu barna og ungmenna til að takast á við verkefnin sem bíða þeirra í lífinu og stuðla að jákvæðum breytingum í samfélaginu. Í þrjú ár hefur verið unnið með þetta verkefni í Flataskóla á margan hátt. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að hreyfing barna árla dags eykur námsárangur þeirra og bætir líðan. Í síðustu viku tóku fyrstu bekkingar sig til og hlupu nokkrum sinnum í kringum skólann. Til að örva þá enn frekar fengu þeir stimpil á höndina fyrir hvern hring sem þeir hlupu. Heyrst hafði að einhvern hafði fengið 6 stilmpla svo nú átti að bæta metið. Metið í dag er því 8 stimplar og geri aðrir betur.

    
   

Til baka
English
Hafðu samband