Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ráðherra viðstaddur kennslustund

28.09.2015
Ráðherra viðstaddur kennslustund

Menntamálaráðherra kom í heimsókn í skólann í morgun og var viðstaddur kennslustund hjá fjórða bekk sem Ragna og Elín Ása stýrðu. Ástæða heimsóknarinnar er „frumsýning“ á kennslustund þar sem kennd eru ný þróunarmarkmið er snúa að mannréttindum. Unicef hefur þróað og útbúið þessa kennslustund og er verkefnið unnið í samstarfi við Unicef á Íslandi og óskað var eftir því að skólinn tæki þetta verkefni að sér. Ásamt ráðherra heiðraði Ævar vísindamaður okkur með nærveru sinni en hann las inn á myndband (sjá hér fyrir neðan) sem fylgja mun verkefninu. Að lokinni innlögn á verkefninu og sýningu myndbandsins unnu nemendur í hópum að verkefnum í tengslum við viðfangsefnið.  Myndir frá heimsókninni er að finna í myndasafni skólans.

     

Til baka
English
Hafðu samband