Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólasetning

10.08.2015
Skólasetning

Skólastarf hefst að loknu sumarleyfi með skólasetningu þriðjudaginn 25. ágúst og hefst kennsla samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 26. ágúst. Miðvikudaginn 19. ágúst kl. 17:00 verður kynningarfundur fyrir foreldra barna í 1. bekk. Mæta í hátíðarsal skólans.
Fimmtudaginn 20. ágúst kl. 17:00 verður kynningarfundur fyrir foreldra barna í 4 og 5 ára bekk og kl. 18:30 fyrir nýja nemendur í 2.-7. bekk og foreldra þeirra. Mæta í hátíðarsal.

Þriðjudaginn 25. ágúst er skólasetning. Nemendur mæta í hátíðarsal skólans og eru foreldrar hvattir til að fylgja börnum sínum á skólasetninguna.
Kl. 9:00 Nemendur í 6. og 7. bekk
Kl. 10:00 Nemendur í 4. og 5. bekk
Kl. 11:00 Nemendur í 2. og 3. bekk

Nemenda- og foreldraviðtöl verða í 4 ára og 5 ára bekk og í 1. bekk á skólasetningardaginn þriðjudaginn 25. ágúst og verður boðað sérstaklega í þau viðtöl. Tómstundaheimilið Krakkakot opnar miðvikudaginn 26. ágúst fyrir nemendur sem þar eru skráðir.

Skóladagatal skólaársins og innkaupalista er að finna á heimasíðu skólans og m.a. neðst á upphafsíðunni. Við bendum foreldrum og nemendum á að fara vel yfir hvað þeir geta endurnýtt frá fyrri skólaárum.

Skrifstofa skólans er opin alla daga frá kl. 8.00 – 15.30. 

Til baka
English
Hafðu samband