Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Síðasti skóladagurinn

10.06.2015
Síðasti skóladagurinn

Nemendur og starfsfólk skólans notuðu síðasta skóladaginn í vor til að ganga upp í Búrfellsgjá í Heiðmörk. Rútur fluttu nemendur í hópum upp í Heiðmörk þar sem flestir gengu alla leið upp í gíginn og lituðust um. Minna en helmingur nemenda höfðu komið þangað áður svo það var gaman að sýna þeim þessa náttúruperlu sem liggur svo að segja við túnjaðarinn á höfuðborgarsvæðinu. Á leiðinni upp eftir gjánni var borðað nesti sem nemendur höfðu haft með sér. Þegar heim var komið voru svo pylsur með öllu í boði úti  á skólalóðinni sunnan undir vegg. Myndir frá deginum er hægt að skoða í myndasafni skólans og tala þær sínu máli.

Til baka
English
Hafðu samband