Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Norðurlandaverkefni í 6. bekk

29.05.2015
Norðurlandaverkefni í 6. bekk

Nemendur í 6. bekk hafa undanfarið unnið verkefni um Norðurlöndin. Verkefnin voru fjölbreytt, bæði hefðbundin þar sem nemendur lásu sér til og útbjuggu vinnubækur, en einnig óhefðbundin með því að settir voru upp sölubásar, ferðabæklingar útbúnir þar sem boðið var upp á fjölbreytt ferðatilboð eins og afslöppunarferð fyrir foreldra. Krakkarnir luku verkefnavinnunni með því að bjóða foreldrum á ferðakynningu um Norðurlöndin og að henni lokinni var boðið upp kaffi ásamtglæsilegu hlaðborði. Myndir frá kynningunni er hægt að skoða í myndasafni skólans og tala þær sínu máli.

Til baka
English
Hafðu samband