Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kahoot skemmtun hjá 6. bekk

21.05.2015
Kahoot skemmtun hjá 6. bekk

Nemendur í 6. bekk í Flataskóla og Kelduskóla hafa unnið saman að verkefni í íslensku. Þeir lásu bókina Draugaslóð eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og bjuggu til spurningar úr henni sem settar voru inn á vefinn Kahoot. Í morgun kepptu þeir síðan við að svara spurningunum sameiginlega á Skype þar sem þeir sátu í sitt hvorri kennslustofunni  annars vegar upp í Kelduskóla í Grafarvogi og hins vegar Flataskóla í Garðabæ. Var þetta hin besta skemmtun þrátt fyrir smá tæknivandamál sem voru leyst á staðnum. Hér fyrir neðan er myndband úr skólastofunni í Flataskóla sem gefur innsýn í andrúmsloftið sem ríkti á meðan á kahoot þátttökunni stóð. Einnig unnu nemendur verkefni úr sögunni sem hægt er að skoða á vefnum Padlet. Hægt er að lesa um verkefnið á vefsíðu skólans.

 

Til baka
English
Hafðu samband