Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

List- og verkgreinar

15.05.2015
List- og verkgreinar

Myndlista- og textílkennarar eru duglegir að láta nemendur skapa listaverk í anda ýmis konar frömuða sem kynntir eru fyrir nemendum í gegnum verk þeirra. Nú eru nemendur að vinna að listaverki utanhúss í anda Piet Mondrian þar sem þeir mála mynd á skólalóðina. Einnig unnu nemendur verk þar sem þeir líktu eftir list ástralskra frumbyggja. Nemendur í sjöunda bekk bjuggu til luktir og myndskreyttu þær í anda japanska listamannsins Hokusai. Textílkennarinn hengir upp verk frá nemendum frammi á göngum skólans til að leyfa öðrum að njóta, en þar sem ekki allir eiga leið um gangana er hér hægt að skoða smá sýnishorn af því sem þar hefur verið unnið. Myndir er hægt að skoða í myndasafni skólans.

 


   
Til baka
English
Hafðu samband