Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Upplestrarhátíð hjá 4. bekk

08.05.2015
Upplestrarhátíð hjá 4. bekk

Nemendur í fjórða bekk héldu glæsilega upplestarhátíð fyrir foreldra og aðra gesti fimmtudaginn 7. maí. Allir nemendur höfðu hlutverk og fóru með ýmis konar texta úr íslenskum bókum. Flutt voru kvæði eftir Davíð Stefánsson, kvæðið um fuglana og Glaðlyndi eftir Kristján Hreinsson, Þula eftir Jórunni Viðar og Orð eftir Þórarinn Eldján. Tveir nemendur fluttu tónlistaratriði, polka á píanó og lagið Á Sprengisandi á trompet. Einnig sögðu nemendur söguna um kartöfluna eftir Kristínu Björnsdóttur. Gaman var að sjá hve margir kunnu textann sinn utan að og fluttu blaðlaust. Á eftir var boðið í kaffi og hlaðborð þar sem foreldrar höfðu lagt meðlæti á borð. Myndir frá hátíðinni eru komnar í myndasafn skólans. Á myndbandinu hér fyrir neðan má sjá sýnishorn af því sem nemendur fluttu á hátíðinni.

Til baka
English
Hafðu samband