Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skíðaferð 3. til 7. bekkja

29.04.2015
Skíðaferð 3. til 7. bekkja

Loks tókst að fara með eldri nemendur skólans í skíðaferð en það var búið að fresta henni margsinnis vegna veðurs fyrr í vetur. Veðurguðirnir léku við okkur í dag og er sennilega ekki hægt að fá betra veður og skíðafæri en það sem við fengum í dag. Sex rútur óku með hópinn  í Bláfjöll og allt gekk nær áfallalaust þótt sumir hlytu byltur en ekkert alvarlegt kom upp á. Var ekki annað að sjá en að nemendur væru hæst ánægðir með ferðina en meira segja myndir en orð. Myndir eru komnar í myndasafn skólans.

 

Til baka
English
Hafðu samband