Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hreinsunarátak í Garðabæ

22.04.2015
Hreinsunarátak í Garðabæ

Flataskóli tekur þátt í hreinsunarátaki Garðabæjar sem stendur yfir dagana 10. til 24. apríl. Þetta er árlegt verkefni í tengslum við dag umhverfisins sem er 25. apríl. Skólalóðinni og nærumhverfi hennar er skipt niður í ákveðin svæði sem hver árgangur hefur umsjón með. Allir nemendur fá gúmmíhanska og ruslapoka, þeir sópa og tína ruslið úr beðunum þar sem vindurinn hefur skilið það eftir. Það er ekki hægt að segja annað en að lóðin hafi smátt og smátt fengið annað yfirbragð síðustu dagaog megum við vera stolt af þessum duglegu nemendum. Myndir frá tiltektinni eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband