Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Barnasáttmálinn

09.04.2015
Barnasáttmálinn

Nemendur í Flataskóla munu vinna verkefni um barnasáttmálann í næstu viku. Markmiðið er að þeir kynnist barnasáttmálanum, að þeir átti sig á því að allir undir 18 ára aldri séu börn og að þeir hafi réttindi. Verkefnið er skipulagt í árgöngum og eldri árgangar munu kynna yngri árgöngum innihald sáttmálans. Meðal annarra verkefna verða bakaðar "barna"bollur, sagaðir út stafir og málaðir, búið til skraut í textílmennt og dansaður ásadans svo eitthvað sé nefnt. Afrakstur verkefnisins verður sýnilegur á göngum skólans. Á heimasíðu Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna er að finna fleiri upplýsingar um sáttmálann.

 

Til baka
English
Hafðu samband