Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

1. bekkur fær reiðhjólahjálma

09.04.2015
1. bekkur fær reiðhjólahjálma

Fyrstu bekkingar fengu góða heimsókn í morgun frá félögum í Kiwanishreyfingunni en þeir komu með reiðhjólahjálma að gjöf til allra nemenda í fyrsta bekk. Þetta er árleg heimsókn þeirra í skólann og telst okkur svo til að þetta sé í 12. skipti sem þeir koma í skólann. Hreyfingin ásamt Eimskipafélaginu standa sameiginlega að átaki sem stuðlar að umferðaröryggi yngstu reiðhjólagarpanna. Færum við þeim félögum hinar bestu þakkir fyrir komuna og glaðninginn. Myndir frá afhendingunni eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband