Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Páskaeggjaleit foreldrafélagsins

27.03.2015
Páskaeggjaleit foreldrafélagsins

Foreldrar í foreldrafélagi Flataskóla komu í morgun þennan síðasta dag fyrir páskaleyfi og földu páskaegg á bókasafninu og í Krakkakoti. Nemendur áttu að leita að eggjunum sem þeir máttu svo eiga. Krökkunum þótti þetta afar spennandi og voru þeir duglegir að leita. Það voru margir felustaðir sem þurfti að kanna sérstaklega á bókasafninu og erfitt var að rata á réttan stað.  En þetta hófst allt saman og voru nemendur ánægðir með þessa gjöf foreldrafélagins og þökkuðu þeir kurteislega fyrir sig að lokinni leitinni. Myndir eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband