Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Töframaður heimsækir 4. bekk

18.03.2015
Töframaður heimsækir 4. bekk

Það hljóp heldur betur á snærið hjá nemendum í 4. bekk þegar þeir fengu töframennina Einar Mikael og Viktoríu í heimsókn um daginn. Þau sýndu og kenndu þeim töfrabrögð og nemendur fengu  að segja til um hvað þeim fannst skemmtilegast. Þetta var tilraunahópur sem töframennirnir fengu til liðs við sig vegna útgáfu töfrapakka sem þeir eru að búa til. Það sem nemendum fannst skemmtilegast verður svo örugglega í töfrapakkanum þegar hann kemur á markaðinn innan skamms.  Myndir frá heimsókninni eru komnar í myndasafn skólans.

 

Til baka
English
Hafðu samband