Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Litlu landnemarnir

17.03.2015
Litlu landnemarnir

Nemendur í fjórða bekk hafa verið að vinna verkefnið um "Litlu landnemana" undanfarnar vikur. Í verkefninu er skemmtileg samlestrarbók og verkefnabók sem nýtist vel í íslenskukennslu. Einnig er markmiðið með verkefninu að þjálfa hljóðkerfisvitund nemenda samhliða kennslu í lestri, stafsetningu og málfræði. Verkefnin eru áhugaverð og krefjandi fyrir nemendur. Þetta er lokaverkefni þeirra í 4. bekk, en veggspjöld hafa verið unnin og hengd upp á vegg þar sem finna má ýmsar góðkunnar persónur eins og Þór, Óðinn, Bjólf, Loka, Döllu, Helgu og Aldísi svo einhverjir séu nefndir. Hægt er að skoða myndir í myndasafni skólans sem teknar voru við vinnuna og af veggspjöldunum.

 


 
   
Til baka
English
Hafðu samband