Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lífshlaupið í Flataskóla

04.03.2015
Lífshlaupið í Flataskóla

Flataskóli tók þátt í Lífshlaupinu eins og síðastliðin ár. Lífshlaupskeppni nemenda stóð yfir í tvær vikur og var markmiðið að nemendur hreyfðu sig a.m.k. í 60 mínútur á dag. Nemendur Flataskóla stóðu sig mjög vel og voru í 2. sæti í ár með 99,71% þátttökuhlutfalli og 10,2 daga. Það voru stoltir nemendur úr 1. – 7. bekk sem fóru fyrir hönd félaga sinna síðastliðinn föstudag að taka á móti viðurkenningunni í hátíðarsal KSÍ. Fóru þeir í fylgd Írisar íþróttakennara, Margrétar Tómasdóttur kennara og Helgu Maríu aðstoðarskólastjóra. Myndir frá afhendingunni eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband