Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Öskudagurinn

18.02.2015
Öskudagurinn

Það var mikið fjör í skólanum í morgun vegna öskudagsins. Nemendur mættu í alls kyns búningum sem mikil natni var við að útbúa og hafa margir farið snemma á fætur í morgun til að undirbúa sig. En eins og undanfarin ár fengu nemendur að heimsækja ýmsar stöðvar sem staðsettar voru á göngum skólans og leysa ýmis verkefni og fengið að launum "nammi" í poka.  Verkefnin fólust í því að nemendur þurftu að syngja, dansa, slá köttinn úr tunnunni, grípa prik eða sýna skemmtilegar grettur. Sjöundu bekkingar afgreiddu nammið og fylgdust vel með því að yngri nemendur ynnu sitt verk vel. Einnig var sett upp draugahús í raunvísindastofu sem var afar vinsælt og diskó í salnum. Í lok dags voru sýndar ýmsar kvikmyndir sem nemendur gátu ýmist valið um að horfa á eða fara heim.  Hér er hægt að sjá myndir sem teknar voru í morgun. 

Til baka
English
Hafðu samband